top of page
Takk fyrir stuðninginn!

Landssöfnun fyrir Palestínu er nú formlega lokið! Markmiðinu sem lagt var af stað með fyrir tæpum mánuði síðan hefur verið náð. Við þökkum fyrir ómetanlegan stuðning almennings á Íslandi! 


Vegna stuðnings ykkar hefur tugum einstaklinga verið komið undan þjóðarmorði í Palestínu og til fjölskyldu sinnar á Íslandi síðustu vikur af íslenskum sjálfboðaliðum. Því verkefni er ekki lokið, sjálfboðaliðar halda áfram að vinna að því að koma palestínskum dvalarleyfishöfum til ástvina sinna á Íslandi! 


Nánari upplýsingar um söfnunina og verkefnið í heild sinni munu liggja fyrir síðar.

Mynd-43.jpg

Rúmlega hundrað einstaklingar frá Palestínu, sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi, hafa beðið mánuðum saman eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda til að komast undan þjóðernishreinsunum ísraelskra stjórnvalda. Um er að ræða 128 einstaklinga, af þeim eru 75 börn, 44 mæður og 9 feður.

 

Íslensk stjórnvöld, einkum utanríkisráðuneytið, hafa ekki tekið mikilvæg skref sem til þarf til að koma fólkinu frá Gaza og til Íslands.

Á landamærum Egyptalands þarf að vera ábyrgðaraðili á vegum íslenskra stjórnvalda sem kæmi þeim til Kaíró. Þaðan myndi Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hjálpa þeim að ferðast til Íslands og greiða fyrir alla ferðina. 

 

Utanríkisráðuneytið hefur loksins viðurkennt að nauðsynlegt sé að hafa íslenskan fulltrúa til staðar á landamærunum til að taka á móti fólki. Að enginn slíkur sé enn kominn á vettvang og að ekki sé útlit fyrir að það breytist, eins og utanríkisráðherra sagði þann 6. febrúar, gefur til kynna að stjórnvöld ætli sér ekki að koma fólkinu til aðstoðar í tæka tíð.

 

Stjórnvöld hafa staðið aðgerðarlaus hjá mánuðum saman. Fólk sem býr hér á landi og bíður fjölskyldna sinna í örvæntingu hefur endurtekið óskað eftir samtali við stjórnvöld. Óskum þess hefur nær eingöngu verið hafnað eða ekki svarað. Á sama tíma hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ítrekað farið með ósannindi til þess að afvegaleiða umræðuna og reynt að fría sig siðferðislegri ábyrgð.

 

Tíminn er á þrotum. Á Gaza er fólk í mikilli lífshættu. Við verðum að bregðast við neyð þess. 

 

Ráðherrar í ríkisstjórn hafa reglulega vikist undan því að svara fyrir aðgerðarleysi sitt. Í stað gefa þeir í skyn að verið sé að íhuga mögulegar lausnir og að málið sé flókið. Þann 6. febrúar 2024 lýsti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því í viðtali við RÚV að verið væri að skoða aðgerðir sem væru „töluvert umfangsmiklar og flóknar.“ 

 

Staðreyndin er sú að málið er ekki flókið.

 

Stjórnvöld hafa brugðist palestínsku þjóðinni og því hafa íslenskir ríkisborgarar tekið málið í sínar hendur.

 

Íslendingum sem blöskraði aðgerðarleysi og mælskubrögð ríkisstjórnarinnar fóru til Egyptalands fyrir nokkrum dögum og unnu á eigin vegum að því að koma fólki yfir landamærin. Nú þegar hefur einni palestínskri fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, verið komið frá Gaza.

Að koma fólki út af Gaza og til Egyptalands kostar töluverða fjármuni. Heildarkostnaðurinn við að koma um 100 manneskjum löglega yfir landamærin, í samvinnu við þjónustuaðila og tengiliði sem starfa með egypskum og ísraelskum stjórnvöldum sem annast þessi mál, er um 50 milljónir íslenskra króna.

 

Saman getum við komið fjölskyldunum undan þjóðernishreinsunum og sameinað þau fjölskyldmeðlimum sínum hér á landi. Saman getum við komið þeim undan þjóðarmorði.

Við höfum sýnt það áður að með samtakamætti og mannúð getum við látið ótrúlegustu hluti verða að veruleika. Nú reynir á samtakamáttinn sem aldrei fyrr! Að baki söfnuninni stendur breiður hópur sjálfboðaliða, sem er boðin og búinn að gefa sína vinnu til að leggja málefninu lið, við hvetjum þig til að gera þitt til að koma fólkinu okkar heim.🧡

LETS GET OUR PEOPLE OUT OF GAZA!

Approximately one hundred individuals from Palestine, who have already received residence permits, have been waiting for months for the Icelandic government to save them from the ongoing genocide they’ve been submitted to by the Israeli Government. The group of 128 individuals consists of 75 children, 44 mothers and 9 fathers.

The Icelandic Government, in particular the Minister of Foreign affairs has not taken some of the most important steps to bring the people from Gaza to Iceland. At the Egyptian border there needs to be a representative present on behalf of the Icelandic Government who would bring the people to Cairo. From there the International Organization for Migration (IOM) provides help to travel to Iceland and funds the journey.

The Ministry of Foreign Affairs has finally admitted the importance of having an Icelandic representative at the Egyptian border to meet with the people. The fact that no one has arrived - and nothing indicates that will change according to the words of the Minister of Foreign Affairs on the 6th of February 2024, suggests that authorities have no intention of helping the people in due time.

Authorities have stood idly by for months. The Palestinians who live here are desperately waiting to be reunited with their families and have repeatedly asked for an audition with the authorities. Their wishes have for the most part been denied or ignored. At the same time ministers of the government have persistently lied to obfuscate the discussion and tried to free themselves from ethical responsibility.

Time is running out. In Gaza people’s lives are in grave danger. We have to respond to their dire crisis.

The ministers of this government have shied away from answering for their inaction. Instead they imply that they are pondering possible solutions and that the matter is complicated. On the 6th of February 2024 in an interview with Icelandic National Radio (RÚV) , Prime Minister Katrín Jakobsdóttir, declared that they were looking at procedures which were “quite extensive and complicated!”


The fact of the matter is that this is not complicated.

Authorities have let the Palestinian nation down and due to that neglect Icelandic citizens have taken matters into their own hands.

A few days ago a small group of Icelanders, who were appalled by the government´s negligence and equivocation, traveled to Egypt to help Palestinian people cross the Rafah border. They’ve already managed to bring one family that has a residence permit based on family reunification, from Gaza across the border to Egypt. 

Bringing people from Gaza to Egypt is expensive. The total cost of bringing 100 individuals legally over the border with an Egyptian travel agency amounts to approximately 50 million ISK. 

Together we can bring the people who already have residency permits, away from the genocide and reunite them with their families in Iceland. 

We have shown time and time again that with the power of unity and compassion, we can achieve incredible things. Never before has our cooperation been as important! This fundraising effort is supported by a large group of volunteers, ready to give their time and effort to ensure that we get our people to safety. We encourage you to do your part. 🧡

bottom of page